Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. október 2016 15:25 "Við erum enginn rasistaflokkur," segir Gunnlaugur Ingvarsson. vísir/vilhelm „Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20