Mold Jón Steindór Valdimarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun