Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 15:30 Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. Vísir/Pjetur Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05