Mitsubishi keypt af Renault-Nissan í enda árs Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:04 Mitsubishi eX tilraunabíll sem nú er kynntur á bílasýningunni í París. Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent