Mitsubishi keypt af Renault-Nissan í enda árs Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:04 Mitsubishi eX tilraunabíll sem nú er kynntur á bílasýningunni í París. Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent
Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent