Merki eins og FILA, Adidas, Nike og ekki síst gamla góða Champion eru komin í tísku og það á fullri ferð. Champion er merkið sem hefur alltaf skotið upp kollinum við og við en núna fæst það meðal annars í Ellingsen. Einnig var samstarfi þess og danska merkisins Wood Wood vel tekið en sú lína fæst í Húrra Reykjavík á Hverfisgötunni.
Franska merkið Vétements á eiginlega heiðurinn að þessari endurkomu en hettupeysur þeirra rötuðu á tískupallinn í fyrra, þá með skemmtilegum textum og jafnvel herðapúðum.
Við mælum með að grafa upp, eða fjárfesta í einni hettupeysu fyrir veturinn, passa við allt og hentar vel íslensku veðurfari.







