Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 16:45 U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30