Hrafn um brottrekstur Reggies Dupree: Þetta leiðindaatvik hjálpaði til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2016 22:37 Hrafn hefur stýrt Stjörnunni til sigurs í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. vísir/ernir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45