Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 21:30 Weiner hefur verið flæktur í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. Kona hans er einn nánasti samstarfmaður Clinton. Vísir/Getty Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53