Nýr úr AMG smiðju Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:50 Mercedes Benz AMG E63 er skruggukerra. Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent