Stelpurnar okkar verða ekki með Dönum eða Skotum í riðli á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2016 10:30 Stelpurnar fagna hér marki á æfingamótinu út í Kína. Mynd/KSÚ/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verið í riðla fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og verður því ekki með þeim þjóðum í riðli. UEFA segir frá á heimasíðu sinni. Dregið verður í riðla í Rotterdam 8. nóvember næstkomandi en þetta verður í fyrsta sinn sem sextán þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni. Stelpurnar okkar eru að taka þátt í þriðja Evrópumótinu í röð en íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðli á EM 2013 og á EM 2009. Ísland var með Skotlandi í riðli í undankeppninni og lendir því ekki í því sama og undanfarin Evrópumót þegar liðið lenti í riðli með þjóðum sem voru einnig með íslenska liðinu í riðli í undankeppninni. Það gerðist með Frakka 2009 og með Norðmenn 2013. Gestgjafar Hollendinga eru í efsta styrkleikaflokknum ásamt Evrópumeisturum Þýskalands, Frakklandi og Englandi. Portúgal var sextánda og síðasta þjóðin sem tryggði sér farseðilinn á EM en liðið hafði betur á móti Rúmeníu í umspilsleikjum um síðasta sætið. Portúgalar eru í síðasta styrkleikaflokknum ásamt Austurríki, Belgíu og Rússlandi og gætu því lent í riðli með Íslandi.Styrkleikaröðun fyrir riðladráttinn í EM 2017:Fyrsti flokkur: Holland, Þýskaland, Frakkland, England.Annar flokkur: Noregur, Svíþjóð, Spánn, SvissÞriðji flokkur: Ítalía, Ísland, Skotland, DanmörkFjórði flokkur: Austurríki, Belgía, Rússland, Portúgal EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verið í riðla fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og verður því ekki með þeim þjóðum í riðli. UEFA segir frá á heimasíðu sinni. Dregið verður í riðla í Rotterdam 8. nóvember næstkomandi en þetta verður í fyrsta sinn sem sextán þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni. Stelpurnar okkar eru að taka þátt í þriðja Evrópumótinu í röð en íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðli á EM 2013 og á EM 2009. Ísland var með Skotlandi í riðli í undankeppninni og lendir því ekki í því sama og undanfarin Evrópumót þegar liðið lenti í riðli með þjóðum sem voru einnig með íslenska liðinu í riðli í undankeppninni. Það gerðist með Frakka 2009 og með Norðmenn 2013. Gestgjafar Hollendinga eru í efsta styrkleikaflokknum ásamt Evrópumeisturum Þýskalands, Frakklandi og Englandi. Portúgal var sextánda og síðasta þjóðin sem tryggði sér farseðilinn á EM en liðið hafði betur á móti Rúmeníu í umspilsleikjum um síðasta sætið. Portúgalar eru í síðasta styrkleikaflokknum ásamt Austurríki, Belgíu og Rússlandi og gætu því lent í riðli með Íslandi.Styrkleikaröðun fyrir riðladráttinn í EM 2017:Fyrsti flokkur: Holland, Þýskaland, Frakkland, England.Annar flokkur: Noregur, Svíþjóð, Spánn, SvissÞriðji flokkur: Ítalía, Ísland, Skotland, DanmörkFjórði flokkur: Austurríki, Belgía, Rússland, Portúgal
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira