Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verið í riðla fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fer fram næsta sumar.
Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og verður því ekki með þeim þjóðum í riðli. UEFA segir frá á heimasíðu sinni.
Dregið verður í riðla í Rotterdam 8. nóvember næstkomandi en þetta verður í fyrsta sinn sem sextán þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni.
Stelpurnar okkar eru að taka þátt í þriðja Evrópumótinu í röð en íslenska liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðli á EM 2013 og á EM 2009.
Ísland var með Skotlandi í riðli í undankeppninni og lendir því ekki í því sama og undanfarin Evrópumót þegar liðið lenti í riðli með þjóðum sem voru einnig með íslenska liðinu í riðli í undankeppninni. Það gerðist með Frakka 2009 og með Norðmenn 2013.
Gestgjafar Hollendinga eru í efsta styrkleikaflokknum ásamt Evrópumeisturum Þýskalands, Frakklandi og Englandi.
Portúgal var sextánda og síðasta þjóðin sem tryggði sér farseðilinn á EM en liðið hafði betur á móti Rúmeníu í umspilsleikjum um síðasta sætið. Portúgalar eru í síðasta styrkleikaflokknum ásamt Austurríki, Belgíu og Rússlandi og gætu því lent í riðli með Íslandi.
Styrkleikaröðun fyrir riðladráttinn í EM 2017:
Fyrsti flokkur: Holland, Þýskaland, Frakkland, England.
Annar flokkur: Noregur, Svíþjóð, Spánn, Sviss
Þriðji flokkur: Ítalía, Ísland, Skotland, Danmörk
Fjórði flokkur: Austurríki, Belgía, Rússland, Portúgal
Stelpurnar okkar verða ekki með Dönum eða Skotum í riðli á EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


