Erla Steina spilaði óvænt í gær: Maður mætir þegar Beta hringir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2016 09:00 Erla Steina Arnardóttir. Vísir/Vilhelm Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira