Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. október 2016 06:00 Gunnar Nelson langaði mikið að keppa í Belfast. vísir/getty „Ég var á opinni æfingu hjá UFC í Dublin þegar ég meiðist. Það er frekar kaldhæðnislegt því ég er að sýna æfingar rólega fyrir blaðamenn er þetta gerist,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson en hann mun ekki ná því að berjast í aðalbardaga á bardagakvöldi í Belfast þann 19. nóvember næstkomandi vegna meiðsla.Sjá einnig:Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Hann er mjög illa tognaður á ökkla og svo illa að það er engin leið að hann hefði náð bardaganum. „Ég er að snúa æfingafélaga minn rólega niður, og eiginlega of rólega, og þá leggst hann ofan á ökklann á mér þannig að það snýst illa upp á hann. Ég hélt áfram að glíma í svona tvær mínútur en sagði félaga mínum að ég hefði meitt mig. Ég hélt andliti í svona tvær mínútur en svo varð ég að hætta vegna verkja. Tíu mínútum síðar gat ég ekki einu sinni tyllt í fótinn,“ segir Gunnar. Gunnar segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að það yrði mikið kapphlaup að ná þessum bardaga. „Ég var alveg niðurbrotinn fyrst og hélt að þetta væri búið. Þetta væri það alvarlegt. Þjálfarinn minn hélt í fyrstu að ég hefði brotnað en svo kom í ljós að ég hafði ekki brotnað. Þetta var alvarleg tognun innan og utan á ökklanum,“ segir Gunnar en hann gerði allt hvað hann gat til að fá sig góðan af meiðslunum.Gunnar Nelson ætlar að berjast eins fljótt og hann getur aftur.vísir/gettyGerði allt sem hann gat „Ég fékk ráðleggingar frá ökklasérfræðingi í Dublin um að ég ætti að hvíla þetta alveg í viku. Byrja svo að hreyfa ökklann í vatni ásamt því að vera stanslaust að kæla og hita ökklann til skiptis. Svo átti ég að gera stigvaxandi álagsæfingar fyrir ökklann þegar hann væri orðinn betri. Ég var farinn að geta labbað nokkuð eðlilega eftir svona tíu daga. Þá fór ég að verða bjartsýnn á ný. Það voru miklar sveiflur í þessu.“Sjá einnig:Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Þetta gekk allt saman ágætlega hjá Gunnari en þegar kom að því að láta reyna á ökklann af alvöru þá uppgötvaði hann að ökklinn yrði aldrei nógu góður fyrir bardagann í Belfast. „Ég á enn nokkuð í land með að verða nógu góður og þjálfararnir mínir sögðu að ég yrði bara að sætta mig við að ég myndi ekki geta barist að þessu sinni,“ segir Gunnar og vonbrigðin leyna sér ekki í andliti hans.Líklega endar með því að Gunnar berst aðeins einu sinni í ár.vísir/gettyÞarf að ná sér góðum „Það er erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur. Ég hef barist einu sinni á Írlandi og það var alveg geðveikt. Nú átti ég að vera í aðalbardaga og þvílíkt mikið af fólki sem var á leiðinni út til að styðja mig. Mig langaði svo mikið að vera þarna en svo gerist eitthvað sem maður ræður ekki við. Þetta er bara ömurlegt fyrir alla.“ Gunnar segir það vera nokkuð ljóst úr þessu að hann berjist ekki aftur á þessu ári. Næst er að ná sér heilum og svo getur hann farið að leita að andstæðingi aftur. „Ég talaði við John þjálfara og hann sagði að það væri best að byrja á því að ná mér alveg góðum. Það væri klúður að reyna að koma á einhverjum bardaga núna og lenda svo í því að vera ekki orðinn nógu góður. Eiga jafnvel lélegar æfingabúðir og vera í veseni þegar kæmi að bardaga,“ segir Gunnar en hann vonar þó að hann verði orðinn góður fyrir jól og geti síðan farið að skoða landslagið. „Ég er að vonast eftir því að geta barist aftur eins fljótt á nýju ári og mögulegt er,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30 UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21 Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
„Ég var á opinni æfingu hjá UFC í Dublin þegar ég meiðist. Það er frekar kaldhæðnislegt því ég er að sýna æfingar rólega fyrir blaðamenn er þetta gerist,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson en hann mun ekki ná því að berjast í aðalbardaga á bardagakvöldi í Belfast þann 19. nóvember næstkomandi vegna meiðsla.Sjá einnig:Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Hann er mjög illa tognaður á ökkla og svo illa að það er engin leið að hann hefði náð bardaganum. „Ég er að snúa æfingafélaga minn rólega niður, og eiginlega of rólega, og þá leggst hann ofan á ökklann á mér þannig að það snýst illa upp á hann. Ég hélt áfram að glíma í svona tvær mínútur en sagði félaga mínum að ég hefði meitt mig. Ég hélt andliti í svona tvær mínútur en svo varð ég að hætta vegna verkja. Tíu mínútum síðar gat ég ekki einu sinni tyllt í fótinn,“ segir Gunnar. Gunnar segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að það yrði mikið kapphlaup að ná þessum bardaga. „Ég var alveg niðurbrotinn fyrst og hélt að þetta væri búið. Þetta væri það alvarlegt. Þjálfarinn minn hélt í fyrstu að ég hefði brotnað en svo kom í ljós að ég hafði ekki brotnað. Þetta var alvarleg tognun innan og utan á ökklanum,“ segir Gunnar en hann gerði allt hvað hann gat til að fá sig góðan af meiðslunum.Gunnar Nelson ætlar að berjast eins fljótt og hann getur aftur.vísir/gettyGerði allt sem hann gat „Ég fékk ráðleggingar frá ökklasérfræðingi í Dublin um að ég ætti að hvíla þetta alveg í viku. Byrja svo að hreyfa ökklann í vatni ásamt því að vera stanslaust að kæla og hita ökklann til skiptis. Svo átti ég að gera stigvaxandi álagsæfingar fyrir ökklann þegar hann væri orðinn betri. Ég var farinn að geta labbað nokkuð eðlilega eftir svona tíu daga. Þá fór ég að verða bjartsýnn á ný. Það voru miklar sveiflur í þessu.“Sjá einnig:Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Þetta gekk allt saman ágætlega hjá Gunnari en þegar kom að því að láta reyna á ökklann af alvöru þá uppgötvaði hann að ökklinn yrði aldrei nógu góður fyrir bardagann í Belfast. „Ég á enn nokkuð í land með að verða nógu góður og þjálfararnir mínir sögðu að ég yrði bara að sætta mig við að ég myndi ekki geta barist að þessu sinni,“ segir Gunnar og vonbrigðin leyna sér ekki í andliti hans.Líklega endar með því að Gunnar berst aðeins einu sinni í ár.vísir/gettyÞarf að ná sér góðum „Það er erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur. Ég hef barist einu sinni á Írlandi og það var alveg geðveikt. Nú átti ég að vera í aðalbardaga og þvílíkt mikið af fólki sem var á leiðinni út til að styðja mig. Mig langaði svo mikið að vera þarna en svo gerist eitthvað sem maður ræður ekki við. Þetta er bara ömurlegt fyrir alla.“ Gunnar segir það vera nokkuð ljóst úr þessu að hann berjist ekki aftur á þessu ári. Næst er að ná sér heilum og svo getur hann farið að leita að andstæðingi aftur. „Ég talaði við John þjálfara og hann sagði að það væri best að byrja á því að ná mér alveg góðum. Það væri klúður að reyna að koma á einhverjum bardaga núna og lenda svo í því að vera ekki orðinn nógu góður. Eiga jafnvel lélegar æfingabúðir og vera í veseni þegar kæmi að bardaga,“ segir Gunnar en hann vonar þó að hann verði orðinn góður fyrir jól og geti síðan farið að skoða landslagið. „Ég er að vonast eftir því að geta barist aftur eins fljótt á nýju ári og mögulegt er,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30 UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21 Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“ Bardagakappinn þurfti að hætta við aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember í Belfast vegna meiðsla. 25. október 2016 15:30
UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember. 25. október 2016 09:21
Sjáðu þegar Gunnar Nelson meiddist í Dyflinni | Myndband Gunnar Nelson getur ekki barist í Belfast 19. nóvember gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim vegna meiðsla. 25. október 2016 16:00