Löggæsla er alvörumál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. október 2016 12:01 Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun