Stíll á löggunni í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2016 11:12 Audi S7 kominn í klæði áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Dubai og Abu Dhabi hafa líklega yfir að ráða glæstasta bílaflota lögregluembætta heims, en það þýðir þó ekki að í öðrum löndum megi ekki finna flotta og hraðskreiða bíla í eigu lögreglunnar. Eitt dæmi um slíkt er frá Ástralíu, því þar á bæ hefur lögreglan yfir að ráða Audi S7 Sportback, en bíllinn hefur verið lánaður lögreglunni þar í 12 mánuði af Audi í Ástralíu. Þessi Audi S7 bíll er með 450 hestafla 4,0 lítra V8 vél og hann er 4,6 sekúndur í hundraðið. Eins og margir aðrir Audi bílar er hann fjórhjóladrifinn, sem tryggir betra veggrip, en hann þarf þó vafalaust ekki að ösla mikinn snjó í landinu hinum megin jarðarkringlunnar. Þessi Audi S7 bíll er reyndar ekki fyrsti Audi bíllinn sem lögreglunni í Ástralíu hefur verið lánað af Audi, en hún hafði yfir að ráða öðrum kraftabíl fyrir stuttu, Audi RS4 Avant. Hann er ekki síður búinn afli en Audi S7 bíllinn. Reyndar hefur lögreglan í Ástralíu haft á síðustu árum margan kraftabílinn í sinni þjónustu, þar á meðal Volvo S60 Polestar, Porsche 911 Carrera, Mercedes Benz AMG 63 S Coupe, og Lexus RC F. Ekki ónýtt safn þar og óprúttnir komast ekki upp með mikinn moðreyk á þjóðvegunum í Ástralíu þegar lögreglan eltir þá á þessum kerrum. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Lögreglan í Dubai og Abu Dhabi hafa líklega yfir að ráða glæstasta bílaflota lögregluembætta heims, en það þýðir þó ekki að í öðrum löndum megi ekki finna flotta og hraðskreiða bíla í eigu lögreglunnar. Eitt dæmi um slíkt er frá Ástralíu, því þar á bæ hefur lögreglan yfir að ráða Audi S7 Sportback, en bíllinn hefur verið lánaður lögreglunni þar í 12 mánuði af Audi í Ástralíu. Þessi Audi S7 bíll er með 450 hestafla 4,0 lítra V8 vél og hann er 4,6 sekúndur í hundraðið. Eins og margir aðrir Audi bílar er hann fjórhjóladrifinn, sem tryggir betra veggrip, en hann þarf þó vafalaust ekki að ösla mikinn snjó í landinu hinum megin jarðarkringlunnar. Þessi Audi S7 bíll er reyndar ekki fyrsti Audi bíllinn sem lögreglunni í Ástralíu hefur verið lánað af Audi, en hún hafði yfir að ráða öðrum kraftabíl fyrir stuttu, Audi RS4 Avant. Hann er ekki síður búinn afli en Audi S7 bíllinn. Reyndar hefur lögreglan í Ástralíu haft á síðustu árum margan kraftabílinn í sinni þjónustu, þar á meðal Volvo S60 Polestar, Porsche 911 Carrera, Mercedes Benz AMG 63 S Coupe, og Lexus RC F. Ekki ónýtt safn þar og óprúttnir komast ekki upp með mikinn moðreyk á þjóðvegunum í Ástralíu þegar lögreglan eltir þá á þessum kerrum.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent