Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 28-33 | Þriðji sigur Hauka staðreynd Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 20. október 2016 22:00 Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka. vísir/eyþór Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira
Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira