Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Snæfell 111-82 | Hólmarar enn án sigurs Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 20. október 2016 22:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. vísir/anton Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira