Steinþór Freyr til KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 09:02 Steinþór er þekktur fyrir sín löngu innköst. vísir/afp Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51
KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00