Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 23:56 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38