Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 20:26 Vísir/GVA „Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“ Kjararáð Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
„Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“
Kjararáð Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira