Áberandi meira um útstrikanir í Norðausturkjördæmi en vanalega Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2016 10:31 Nafn Ólafs Thors var ritað á einum kjörseðli sem greiddur var utan kjörfundar. Vísir/Valli „Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
„Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00