Pacquiao æfir núna í Wild Card Gym í Hollywood en Filippseyingurinn fékk góðan gest í heimsókn á dögunum, þegar sjálfur Sylvester Stallone heiðraði hann með nærveru sinni.
Rocky Balboa, sem Stallone lék svo eftirminnilega í sjö kvikmyndum, átti nokkrar endurkomur í hringinn og sömu sögu er að segja af hinum 37 ára gamla Pacquiao.
Hann tilkynnti að hann væri hættur eftir að hafa unnið Timothy Bradley í apríl síðastliðnum en Pacquiao hefur nú tekið hanskana af hillunni, aðallega af því að hann þarf á peningunum að halda.
Pacquiao bíður erfitt verkefni gegn veltivigtarmeistaranum Vargas sem hefur unnið 27 af 28 bardögum sínum á atvinnumannaferlinum.