Obama: Verðum að muna að við erum öll í sama liði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 17:46 Joe Biden varaforseti var við hlið Obama þegar hann ávarpaði fjölmiðla nú fyrir stuttu og slógu þeir á létta strengi á tilfinningaþrunginni stund. Vísir/Getty Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03