Tesla risarafhlöðuverksmiðja líka í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 14:30 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Nevada verður næst stærsta bygging heims á eftir verksmiðju Boeing. Á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær tilkynnti Elkon Musk forstjóri Tesla að fyrirtækið áformaði að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Evrópu líkt og verið er að byggja í Bandaríkjunum. Í þessari verksmiðju yrðu bílar Tesla einnig smíðaðir. Þessu lýsti Musk yfir um leið og hann greindi frá kaupum Tesla á þýska fyrirtækinu Grohmann Engineering sem framleiðir búnað til bílasmíði, eins og greint var frá hér í gær. Elon Musk greindi ekki frá hvar líklegast væri að þessi risarahlöðuverksmiðja myndi rísa í Evrópu, en þær gætu reyndar orðið fleiri en ein. Risaverksmiðja Tesla í Bandaríkjunum rís nú hratt og þegar hún verður fullrisin verður hún eitt stærsta hús heims og álíka stórt og 174 NFL fótboltavellir. Þessi verksmiðja mun kosta ríflega 5 milljarða dollara og þar munu vinna 10.000 manns eftir um 3-4 ár, en nú þegar eru starfsmenn orðnir margir og framleiðsla komin í gang. Í verksmiðjunni á að vera hægt að framleiða rafhlöður sem skila álíka afli og öll rafhlöðuframleiðsla heimsins árið 2014. Þak verksmiðjunnar verður alsett sólarpanelum og þar verður því virkjuð gríðarmikil sólarorka. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent
Á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær tilkynnti Elkon Musk forstjóri Tesla að fyrirtækið áformaði að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Evrópu líkt og verið er að byggja í Bandaríkjunum. Í þessari verksmiðju yrðu bílar Tesla einnig smíðaðir. Þessu lýsti Musk yfir um leið og hann greindi frá kaupum Tesla á þýska fyrirtækinu Grohmann Engineering sem framleiðir búnað til bílasmíði, eins og greint var frá hér í gær. Elon Musk greindi ekki frá hvar líklegast væri að þessi risarahlöðuverksmiðja myndi rísa í Evrópu, en þær gætu reyndar orðið fleiri en ein. Risaverksmiðja Tesla í Bandaríkjunum rís nú hratt og þegar hún verður fullrisin verður hún eitt stærsta hús heims og álíka stórt og 174 NFL fótboltavellir. Þessi verksmiðja mun kosta ríflega 5 milljarða dollara og þar munu vinna 10.000 manns eftir um 3-4 ár, en nú þegar eru starfsmenn orðnir margir og framleiðsla komin í gang. Í verksmiðjunni á að vera hægt að framleiða rafhlöður sem skila álíka afli og öll rafhlöðuframleiðsla heimsins árið 2014. Þak verksmiðjunnar verður alsett sólarpanelum og þar verður því virkjuð gríðarmikil sólarorka.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent