Jón Magnússon: GLÆSILEGT og til hamingju USA Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 13:32 Jón Magnússon: Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin. Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56