Mun Trump standa við stóru orðin? Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2016 11:00 Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum og áætlunum í kosningabaráttunni og jafnvel áður. Nú er ljóst að hann hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna og þá er spurningin hvaða ummælum hann muni fylgja eftir. Með hann í Hvíta húsinu og repúblikana við stjórnvölin í báðum deildum þingsins virðist fátt standa í vegi fyrir Trump. Hann hefur þó átt í deilum við hóp þingmanna og stjórnenda Repúblikanaflokksins sem gætu haldið aftur af honum.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fyrir nokkru tilkynnti Trump hvað hann myndi gera á fyrstu hundrað dögum sínum í embætti forseta. Þar tók hann meðal annars fram að hann myndi afnema allar tilskipanir Barack Obama og stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna til verkefna Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að sporna gegn loftlagsbreytingum. Trump hefur sagt að hann trúi ekki að loftlagsbreytingar séu raunverulegar. Hann sagðist einnig ætla að koma hömlum á það að starfsmenn Hvíta hússins gætu unnið fyrir þrýstihópa og setja takmark á fjölda kjörtímabila sem menn mega sitja á þingi. Fjölmiðlar ytra eins og BBC og Independent hafa tekið saman viðhorf Trump gagnvart ýmsum málefnum og hvað hann hefur verið að segja um þau.Málefni innflytjenda Varðandi málefni innflytjenda hefur Trump talað mikið um að berjast gegn ólöglegum innflytjendum. Hann vill byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og þvinga Mexíkó til að borga brúsann. Þá hefur hann heitið því að reka um ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Til þess myndi hann stofna sérstakt lögregluembætti. Þar að auki hefur Trump talað um að banna múslimum að koma til landsins og að múslimar í Bandaríkjunum ættu að vera undir eftirliti yfirvalda. Þar að auki hefur hann sagst ætla að senda alla hælisleitendur frá Sýrlandi aftur til Sýrlands.Utanríkisstefna Trump vill fella fríverslunar- og viðskiptasamninga niður og semja um nýja og „frábæra“ samninga. Hann segist ætla að „endurbyggja“ bandaríska herinn og útrýma ISIS. Hann vill taka aftur upp pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum og hefur sagt að réttast væri að gera loftárásir á fjölskyldur þeirra. Þá er Trump andvígur inngripi Bandaríkjanna í öðrum ríkjum og hefur hann sagt að Írak og Líbýa væru í betra ásigkomulagi í dag ef Saddam Hussein og Muammar Gaddafi væru enn við völd þar. Hann hefur ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem hæfileikaríkum leiðtoga og gangrýnt stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands. Þar að auki hefur Trump sagt að hann myndi þvinga Kína til að bæta viðmið sín varðandi náttúruvernd og vinnulög. Þá myndi hann einnig þvinga þá til þess að hætta að draga úr verðmæti gjaldmiðils Kína. Hann hefur jafnframt stungið upp á því að Suður-Kórea og Japan ættu að koma upp eigin kjarnorkuvopnum svo Bandaríkin þyrftu ekki að halda uppi vörnum þeirra með fjárútlátum. Trump sagði að kjarnorkustríð á milli Norður-Kóreu og Japan yrði „hræðilegt“, en því myndi þó ljúka fljótt.Fóstureyðingar Trump var eitt sinn á því að konur ættu að fá að ákveða sjálfar hvort þær færu í fóstureyðingu en hefur nú snúist hugur. Hann hefur sagt að hann myndi stöðva fjárveitingar til Planned Parenthood, sem framkvæma fóstureyðingar og framkvæma alls konar heilbrigðisþjónustu fyrir konur um öll Bandaríkin, og að hann myndi reyna að snúa við lögum sem að koma í veg fyrir að einstök ríki geti alfarið bannað fóstureyðingar. Hann hefur jafnvel haldið því fram að refsa ætti konum sem að ganga í gegnum fóstureyðingar. Seinna sneri hann því við og sagði að refsa ætti læknunum í staðinn.Skattar Donald Trump hefur lagt til umfangsmiklar skattalækkanir á alla tekjuhópa og að dregið verið úr skattaþrepum. Gagnrýnendur hans segja að áætlanir Trump myndu hagnast fyrirtækjum og hinum ríki mun meira en öðrum íbúum Bandaríkjanna. Þá hefur Trump neitað að trúa tölum yfirvalda Bandaríkjanan um atvinnuleysi. Þrátt fyrir að þær tölur hafi sagt atvinnuleysi um fimm prósent hefur Trump haldið því fram að atvinnuleysi í Bandaríkjunum væri allt að 42 prósent. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum og áætlunum í kosningabaráttunni og jafnvel áður. Nú er ljóst að hann hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna og þá er spurningin hvaða ummælum hann muni fylgja eftir. Með hann í Hvíta húsinu og repúblikana við stjórnvölin í báðum deildum þingsins virðist fátt standa í vegi fyrir Trump. Hann hefur þó átt í deilum við hóp þingmanna og stjórnenda Repúblikanaflokksins sem gætu haldið aftur af honum.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fyrir nokkru tilkynnti Trump hvað hann myndi gera á fyrstu hundrað dögum sínum í embætti forseta. Þar tók hann meðal annars fram að hann myndi afnema allar tilskipanir Barack Obama og stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna til verkefna Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að sporna gegn loftlagsbreytingum. Trump hefur sagt að hann trúi ekki að loftlagsbreytingar séu raunverulegar. Hann sagðist einnig ætla að koma hömlum á það að starfsmenn Hvíta hússins gætu unnið fyrir þrýstihópa og setja takmark á fjölda kjörtímabila sem menn mega sitja á þingi. Fjölmiðlar ytra eins og BBC og Independent hafa tekið saman viðhorf Trump gagnvart ýmsum málefnum og hvað hann hefur verið að segja um þau.Málefni innflytjenda Varðandi málefni innflytjenda hefur Trump talað mikið um að berjast gegn ólöglegum innflytjendum. Hann vill byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og þvinga Mexíkó til að borga brúsann. Þá hefur hann heitið því að reka um ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum. Til þess myndi hann stofna sérstakt lögregluembætti. Þar að auki hefur Trump talað um að banna múslimum að koma til landsins og að múslimar í Bandaríkjunum ættu að vera undir eftirliti yfirvalda. Þar að auki hefur hann sagst ætla að senda alla hælisleitendur frá Sýrlandi aftur til Sýrlands.Utanríkisstefna Trump vill fella fríverslunar- og viðskiptasamninga niður og semja um nýja og „frábæra“ samninga. Hann segist ætla að „endurbyggja“ bandaríska herinn og útrýma ISIS. Hann vill taka aftur upp pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum og hefur sagt að réttast væri að gera loftárásir á fjölskyldur þeirra. Þá er Trump andvígur inngripi Bandaríkjanna í öðrum ríkjum og hefur hann sagt að Írak og Líbýa væru í betra ásigkomulagi í dag ef Saddam Hussein og Muammar Gaddafi væru enn við völd þar. Hann hefur ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem hæfileikaríkum leiðtoga og gangrýnt stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands. Þar að auki hefur Trump sagt að hann myndi þvinga Kína til að bæta viðmið sín varðandi náttúruvernd og vinnulög. Þá myndi hann einnig þvinga þá til þess að hætta að draga úr verðmæti gjaldmiðils Kína. Hann hefur jafnframt stungið upp á því að Suður-Kórea og Japan ættu að koma upp eigin kjarnorkuvopnum svo Bandaríkin þyrftu ekki að halda uppi vörnum þeirra með fjárútlátum. Trump sagði að kjarnorkustríð á milli Norður-Kóreu og Japan yrði „hræðilegt“, en því myndi þó ljúka fljótt.Fóstureyðingar Trump var eitt sinn á því að konur ættu að fá að ákveða sjálfar hvort þær færu í fóstureyðingu en hefur nú snúist hugur. Hann hefur sagt að hann myndi stöðva fjárveitingar til Planned Parenthood, sem framkvæma fóstureyðingar og framkvæma alls konar heilbrigðisþjónustu fyrir konur um öll Bandaríkin, og að hann myndi reyna að snúa við lögum sem að koma í veg fyrir að einstök ríki geti alfarið bannað fóstureyðingar. Hann hefur jafnvel haldið því fram að refsa ætti konum sem að ganga í gegnum fóstureyðingar. Seinna sneri hann því við og sagði að refsa ætti læknunum í staðinn.Skattar Donald Trump hefur lagt til umfangsmiklar skattalækkanir á alla tekjuhópa og að dregið verið úr skattaþrepum. Gagnrýnendur hans segja að áætlanir Trump myndu hagnast fyrirtækjum og hinum ríki mun meira en öðrum íbúum Bandaríkjanna. Þá hefur Trump neitað að trúa tölum yfirvalda Bandaríkjanan um atvinnuleysi. Þrátt fyrir að þær tölur hafi sagt atvinnuleysi um fimm prósent hefur Trump haldið því fram að atvinnuleysi í Bandaríkjunum væri allt að 42 prósent.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira