Hyundai kynnir pallbíl í Sao Paulo Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 08:47 Hyundai Creta STC í Sao Paulo. Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent
Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent