Fótbolti

ISIS-liðar handteknir fyrir að skipuleggja árás á ísraelska landsliðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leikmenn Ísrael í upphitun.
Leikmenn Ísrael í upphitun. vísir/getty
Fjórir menn sem grunaðir um að vera hryðjuverkamenn úr röðum ISIS voru handteknir í Albaníu fyrir að skipuleggja árás á ísraelska landsliðið í fótbolta. Sky Sports greinir frá.

Ísrael á að mæta Albaníu í undankeppni HM 2018 í G-riðli á laugardaginn. Leikurinn átti að fara fram í borginni Shkoder en af öryggisástæðum er búið að færa leikinn á völl nær höfuðborginni Tirana í Albaníu.

Það var hryðjuverkasveit ísraelsku lögreglunnar sem komst á snoðir um árásina en hún hvetur stuðningsmenn ísraelska liðsins að halda sér heima og mæta ekki á leikinn.

Leikmenn Ísrael hafa beðið um að leikurinn fari fram á hlutlausum velli en FIFA hefur staðfest að leikurinn verður spilaður í Albaníu. Ísraelska liðið mun fljúga til Albaníu með vopnuðum öryggisvörðum.

Albanía og Ísrael eru bæði með sex stig eftir þrjá leiki en þau eru í riðli með Ítalíu og Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×