Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Nemendur Háskóla Íslands á haustmisseri eru skráðir 13.000. Vísir/Ernir Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira