Sjáðu hlægilega misheppnaða Rabóna-spyrnu í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 22:45 Chris Boswell reynir umrædda spyrnu sem misheppnaðist hörmulega. Vísir/Getty Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016 NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016
NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira