Dregið í riðlakeppni EM í dag: Hverjum mæta stelpurnar okkar í Hollandi? Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 08:30 Fá stelpurnar góðan eða slæman riðil? vísir/ernir Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Drátturinn hefst í Luxor-leikhúsinu í Rotterdam klukkan 16.30 en lokakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári og stendur yfir frá 16. júlí til 6. ágúst. Stelpurnar okkar verða í pottinum í Rotterdam í dag en þær tryggðu sig inn á þriðja Evrópumótið í röð með því að sigra í riðli 1 í undankeppninni. Þar fór íslenska liðið á kostum og fékk ekki á sig mark fyrir en í lokaleiknum gegn Skotlandi. Ísland fór fyrst á EM í Finnlandi 2009 en komst þar ekki upp úr riðli. Liðið tók eitt skref áfram á EM 2013 í Svíþjóð þar sem stelpurnar okkar komust upp úr riðli en fengu svo skell gegn heimakonum í átta liða úrslitunum. Á þessu tólfta Evrópumóti kvenna verða í fyrsta sinn 16 lið. Því verða fjórir fjögurra liða riðlar eins og voru hjá körlunum þar til í ár en liðum á karlamótinu var fjölgað í 24 fyrir mótið í Frakklandi í sumar. Stelpurnar okkar eru í þriðja styrkleikaflokki með Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og geta því ekki mætt þeim í riðlakeppninni. Ísland var með bæði Þýskalandi og Noregi í riðli á EM 2009 og EM 2013 og er möguleiki á að það gerist aftur. Evrópumeistarar Þýskalands eru í efsta styrkleikaflokki og Noregur í öðrum ásamt Svíþjóð. Fylgst verður með drættinum í beinni á Vísi í dag.Styrkleikaflokkarnir:Pottur 1: Þýskaland (10. mótið, átta sinnum meistarar), Holland (2. mótið, gestgjafar), Frakkland (6. mótið, best komist í átta liða úrslit), England (8. mótið, silfur tvisvar sinnum)Pottur 2: Noregur (11. mótið, tvisvar sinnum meistarar), Svíþjóð (10. mótið, einu sini meistarar), Spánn (3. mótið, undanúrslit einu sinni), Sviss (nýliðar)Pottur 3: Ítalía (11. mótið, silfur tvisvar sinnum), Ísland (3. mótið, átta liða úrslit einu sinni), Skotland (Nýliðar), Danmörk (9. mótið, undanúrslit tvisvar sinnum)Pottur 4: Austurríki (Nýliðar), Belgía (Nýliðar), Rússland (5. mótið, tvisvar sinnum í átta liða úrslit), Portúgal (Nýliðar) EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Drátturinn hefst í Luxor-leikhúsinu í Rotterdam klukkan 16.30 en lokakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári og stendur yfir frá 16. júlí til 6. ágúst. Stelpurnar okkar verða í pottinum í Rotterdam í dag en þær tryggðu sig inn á þriðja Evrópumótið í röð með því að sigra í riðli 1 í undankeppninni. Þar fór íslenska liðið á kostum og fékk ekki á sig mark fyrir en í lokaleiknum gegn Skotlandi. Ísland fór fyrst á EM í Finnlandi 2009 en komst þar ekki upp úr riðli. Liðið tók eitt skref áfram á EM 2013 í Svíþjóð þar sem stelpurnar okkar komust upp úr riðli en fengu svo skell gegn heimakonum í átta liða úrslitunum. Á þessu tólfta Evrópumóti kvenna verða í fyrsta sinn 16 lið. Því verða fjórir fjögurra liða riðlar eins og voru hjá körlunum þar til í ár en liðum á karlamótinu var fjölgað í 24 fyrir mótið í Frakklandi í sumar. Stelpurnar okkar eru í þriðja styrkleikaflokki með Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og geta því ekki mætt þeim í riðlakeppninni. Ísland var með bæði Þýskalandi og Noregi í riðli á EM 2009 og EM 2013 og er möguleiki á að það gerist aftur. Evrópumeistarar Þýskalands eru í efsta styrkleikaflokki og Noregur í öðrum ásamt Svíþjóð. Fylgst verður með drættinum í beinni á Vísi í dag.Styrkleikaflokkarnir:Pottur 1: Þýskaland (10. mótið, átta sinnum meistarar), Holland (2. mótið, gestgjafar), Frakkland (6. mótið, best komist í átta liða úrslit), England (8. mótið, silfur tvisvar sinnum)Pottur 2: Noregur (11. mótið, tvisvar sinnum meistarar), Svíþjóð (10. mótið, einu sini meistarar), Spánn (3. mótið, undanúrslit einu sinni), Sviss (nýliðar)Pottur 3: Ítalía (11. mótið, silfur tvisvar sinnum), Ísland (3. mótið, átta liða úrslit einu sinni), Skotland (Nýliðar), Danmörk (9. mótið, undanúrslit tvisvar sinnum)Pottur 4: Austurríki (Nýliðar), Belgía (Nýliðar), Rússland (5. mótið, tvisvar sinnum í átta liða úrslit), Portúgal (Nýliðar)
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira