Þúsundir grunnskólakennara hafa hætt og farið í önnur störf Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Mikill fjöldi kennara var viðstaddur í gær þegar Dagur B. Eggertsson tók á móti áskorun frá sjötíu prósent kennara á landinu vísir/eyþór „Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
„Við vissum að þetta væri mikill vandi og að aðsóknin væri minni í kennaranámið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, um fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fjöldi nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru þeir 244 en í ár voru þeir 79. Rétt er að taka fram að þessar tölur miða við Háskóla Íslands, en Háskólinn á Akureyri útskrifar bæði grunnskólakennara og leikskólakennara. Ekki fengust svör frá HA um þróun fjölda nýnema síðasta áratuginn þegar eftir því var leitað.Skúli HelgasonSkúli segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hve margir kennarar séu í samfélaginu sem hafi ákveðið að nýta menntun sína í eitthvað allt annað en kennslu. „Þetta eru næstum því 5.000 manns um allt land, sem eru með kennsluréttindi en eru af einhverjum ástæðum að vinna við einhver önnur störf.“ Skúli segir að ráðist hafi verið í átak til þess að gera bæði störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknarverðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. „Frístundin hefur verið í átaki alveg síðan í sumar. Það hafa verið auglýsingar á samskiptamiðlunum, það hafa verið plakatadreifingar í háskólunum og einhverju leyti framhaldsskólunum. Svo hefur verið mjög mikill maður-á-mann-hernaður á nemendur fyrr og nú í tómstundafræðum,“ segir Skúli og bætir við að leikskólinn hafi fylgt þessu eftir með auglýsingum sem eru farnar í gang. „Þannig að það eru allar klær úti,“ segir hann. Reykjavík er svo að fara af stað með víðtækt samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um að greina stöðuna. „Þar sem við förum í gegnum þetta mál, hvernig stendur á því að það eru svona fáir sem sækjast eftir því að fara í námið, hvaða leiðir koma til greina til að fjölga þeim sem fara í námið, fjölga þeim sem ílengjast í starfi líka og hvernig við getum bætt starfsumhverfið,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að tillögur um aðgerðir muni líta dagsins ljós í febrúar. Skúli segir launin skipta máli, en það sé augljóslega fleira sem spili inn í. „Við gerðum stóra samninga 2014, um 30 prósenta meðalhækkun grunnlauna á einu bretti. Ég held að flestir geti verið sammála um að það er býsna stórt skref en það dugði bara ekki til,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22 Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00 Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Tæplega sjötíu prósent grunnskólakennara landsins hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórna. 7. nóvember 2016 19:22
Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken 7. nóvember 2016 07:00
Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi. 5. nóvember 2016 07:00