Fjölskyldan átti hug Andy Murray á fyrsta deginum sem sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 22:30 Bræðurnir Andy Murray og Jamie Murray. Vísir/Getty Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016 Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016
Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira