Deschamps velur Instagram-stjörnuna aftur í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 19:00 Patrice Evra og Paul Pogba eftir úrslitaleik EM síðasta sumar. Vísir/Getty Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Sjá meira
Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Sjá meira
Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00