Deschamps velur Instagram-stjörnuna aftur í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 19:00 Patrice Evra og Paul Pogba eftir úrslitaleik EM síðasta sumar. Vísir/Getty Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg Lúcía: Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg Lúcía: Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00