Samábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun