Innlent

Hálka á fjallvegum víða um land

Bjarki Ármannsson skrifar
Vegagerðin varar við hálku í Þrengslum nú snemma morguns og hálkublettum á Hellisheiði.
Vegagerðin varar við hálku í Þrengslum nú snemma morguns og hálkublettum á Hellisheiði. Vísir/Pjetur
Vegagerðin varar við hálku í Þrengslum nú snemma morguns og hálkublettum á Reykjanesbraut og á Hellisheiði. Hálkublettir eru einnig víða á Vesturlandi og hálka á Vatnaleið.

Þá er hálka á fjallvegum á Vestfjörðum og á Austurlandi en annars hálkublettir víða á láglendi. Greiðfært er með ströndinni í Kvísker í Öræfum en hálkublettir þar fyrir vestan.

Að því er fram kemur í spá Veðurstofu Íslands er von á þurru og björtu veðri í dag fyrir utan lítilsháttar súld eða slyddu á köflum suðvestan- og vestalands eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×