Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi. Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi.
Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira