Fréttaöflun á samfélagsmiðlum getur skekkt raunveruleikaskyn kjósenda Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 16:11 Notkun samfélagsmiðla hefur aukist í upplýsingaöflun um pólitísk málefni. Vísir/GettyImages Sífellt fleira fólk er farið að leita til samfélagsmiðla til að fá helstu fréttir og upplýsingar í dag. Nýlegar rannsóknir Pew Research Center sýna fram á þetta en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að slíkir miðlar geta verið óáreiðanlegir. Upplýsingaöflun í gegnum miðla sem byggjast á að notendur séu bæði neytendur og framleiðendur efnis, með öðrum orðum þegar hver sem er getur orðið fréttamaður á eigin upplýsingaveitu getur það haft áhrif á hvaða mynd er dregin upp af atburðum og yfirlýsingum. Í aðdraganda forsetakosninganna í bandaríkjunum er áhugavert að líta á hlutverk samfélagsmiðla í pólitískri umræðu.Pew Research Center gerði nýlega rannsókn á notkun einstaklinga á samfélagsmiðlum og sýnir hún að um 62 prósent Bandaríkjamanna nýtirsér samfélagsmiðla í fréttaöflun sinni. Facebook fer þar fremst í flokki samfélagsmiðla yfir nýja fréttaveitu almúgans. Aðrir miðlar sem fylgja eftir vinsældum Facebook eru til að mynda Twitter, Reddit og Youtube. Notkun samfélagsmiðla eykst með hverjum deginum og ný tækni hefur mikil áhrif á bæði samskipti fólks og hvernig það aflar sér upplýsinga. Það verður þó að setja stórt spurningarmerki við hversu traustvekjandi sé að afla sér upplýsinga af samfélagsmiðlum sé þar sem mörkin milli neytenda og framleiðanda eru mjög óljós.Y-kynslóðin nýtir sér samfélagsmiðla í mun meiri mæli en aðrar kynslóðir.Vísir/GettyImagesKynslóðamunur neytenda Miðstöðin gerði einnig rannsókn byggða á fréttum um komandi forsetakosningarnar 2016 og þar kom í ljós að stór hluti hinnar svokölluðu Y-kynslóðar ( þeirra sem eru á aldrinum 18 -29 ára) nefna samfélagsmiðla sem sína helstu fréttaveitu í aðdraganda kosninganna, eða um 35 prósent. Mikil aukning hefur orðið meðal ungra neytenda í að nýta sér samfélagsmiðla sem fréttaveitu á pólitískum málefnum. Þegar rýnt var í mismuninn milli kynslóða kom það bersýnilega í ljós að 61 prósent Y-kynslóðarinnar nýtir sér samfélagsmiðla til að fá fréttir um ríkisstjórnina og pólitík en sama kynslóð er lítið að horfa á fréttir í sjónvarpi eða einungis 37 prósenta þeirra sem tóku þátt í rannsókninni . Ef þessar tölur eru settar í samanburð við niðurstöður uppgangskynslóðinnar þá er einungis 39 prósent í þeirra hópi að treysta á samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að mikill munur er á yngri og eldri kynslóðum í frétta – og upplýsingaöflun sem gæti mögulega haft mikil áhrif í framtíðinni. Spurningin sem vaknar út frá þessu er hvort að traust notenda á samfélagsmiðlum hafi langtíma áhrif á pólitískt kerfi. Áhrif samfélagsmiðla eru af allt öðrum toga en hinna klassísku fréttaveitna, þar sem samfélagsmiðlar skapa hverjum notanda ákveðinn ramma sem er skapaður af þeim vinum sem hver notandi er með í sínu neti, samspil þess og algóritma sem samfélagsmiðlar nýta sér geta oft brenglað raunveruleikaskyn. Samfélagsmiðlar geta þannig mótað og ýtt hverjum notenda í ákveðna átt og að ákveðnum fréttum. Með öðrum orðum, upplýsingarnar sem samfélagsmiðlar sýna manni geta orðið einsleitar skoðanir sem sýna ekki allar hliðar mála. samfélagsmiðlar eru ekki óháðirVísir/AFPHlutleysi samfélagsmiðla skeikult Það sem gleymist oft í umræðunni um samfélagsmiðla, er að á bak við þá standa stórfyrirtæki eins og á bak við aðrar stórar fréttamiðlasamsteypur. Nýlega hefur verið bent á það að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, gæti haft áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum með valdi sínu á Facebook. The Daily Dot fjallaði um málið fyrr á árinu og nefndi í því samhengi að Zuckerberg hefði auðvitað vissra hagsmuna að gæta í ýmsum málum sem snúa að rekstri stórfyrirtækis og því ekki endilega hlutlaus. Samfélagsmiðillinn Facebook hefur visst vald yfir miðlinum og þar af leiðandi notendum sínum en Facebook getur blokkað eða eytt út efni að vild og án þess að þurfa að svara fyrir það á nokkurn máta. Þannig eru samfélagsmiðlar ekki eins hlutlausir miðlar og halda mætti í fyrstu. Forsetakosningarnar vestanhafs sem munu fara munu fram 8. nóvember næstkomandi hafa verið í miklum brennidepli síðustu daga og verða samfélagsmiðlar því óhjákvæmilega oft fullir af upplýsingum um nýjustu fréttir af frambjóðendunum tveimur, Hillary Clinton og Donald Trump. Öflin á bakvið báða frambjóðendur hafa verið með puttann á púlsinum í nýjustu tækninni og nýta þau sér óspart samfélagsmiðla til að kynna málefni sín, eða til að koma höggi á andstæðing sinn en hörð orð milli frambjóðandanna hefur einkennt kosningabaráttuna undanfarna daga. Ummæli þeirra á samfélagsmiðlum spila þar stórt hlutverk sem vopn frambjóðandanna gagnvart öðrum og einnig til að ná til víðari hóps. Bæði Clinton og Trump eiga aðgang að helstu samfélagsmiðlunum, svo sem Twitter, Facebook og Instagram, þar sem milljónir manna eru að fylgja þeim. Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Sífellt fleira fólk er farið að leita til samfélagsmiðla til að fá helstu fréttir og upplýsingar í dag. Nýlegar rannsóknir Pew Research Center sýna fram á þetta en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að slíkir miðlar geta verið óáreiðanlegir. Upplýsingaöflun í gegnum miðla sem byggjast á að notendur séu bæði neytendur og framleiðendur efnis, með öðrum orðum þegar hver sem er getur orðið fréttamaður á eigin upplýsingaveitu getur það haft áhrif á hvaða mynd er dregin upp af atburðum og yfirlýsingum. Í aðdraganda forsetakosninganna í bandaríkjunum er áhugavert að líta á hlutverk samfélagsmiðla í pólitískri umræðu.Pew Research Center gerði nýlega rannsókn á notkun einstaklinga á samfélagsmiðlum og sýnir hún að um 62 prósent Bandaríkjamanna nýtirsér samfélagsmiðla í fréttaöflun sinni. Facebook fer þar fremst í flokki samfélagsmiðla yfir nýja fréttaveitu almúgans. Aðrir miðlar sem fylgja eftir vinsældum Facebook eru til að mynda Twitter, Reddit og Youtube. Notkun samfélagsmiðla eykst með hverjum deginum og ný tækni hefur mikil áhrif á bæði samskipti fólks og hvernig það aflar sér upplýsinga. Það verður þó að setja stórt spurningarmerki við hversu traustvekjandi sé að afla sér upplýsinga af samfélagsmiðlum sé þar sem mörkin milli neytenda og framleiðanda eru mjög óljós.Y-kynslóðin nýtir sér samfélagsmiðla í mun meiri mæli en aðrar kynslóðir.Vísir/GettyImagesKynslóðamunur neytenda Miðstöðin gerði einnig rannsókn byggða á fréttum um komandi forsetakosningarnar 2016 og þar kom í ljós að stór hluti hinnar svokölluðu Y-kynslóðar ( þeirra sem eru á aldrinum 18 -29 ára) nefna samfélagsmiðla sem sína helstu fréttaveitu í aðdraganda kosninganna, eða um 35 prósent. Mikil aukning hefur orðið meðal ungra neytenda í að nýta sér samfélagsmiðla sem fréttaveitu á pólitískum málefnum. Þegar rýnt var í mismuninn milli kynslóða kom það bersýnilega í ljós að 61 prósent Y-kynslóðarinnar nýtir sér samfélagsmiðla til að fá fréttir um ríkisstjórnina og pólitík en sama kynslóð er lítið að horfa á fréttir í sjónvarpi eða einungis 37 prósenta þeirra sem tóku þátt í rannsókninni . Ef þessar tölur eru settar í samanburð við niðurstöður uppgangskynslóðinnar þá er einungis 39 prósent í þeirra hópi að treysta á samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að mikill munur er á yngri og eldri kynslóðum í frétta – og upplýsingaöflun sem gæti mögulega haft mikil áhrif í framtíðinni. Spurningin sem vaknar út frá þessu er hvort að traust notenda á samfélagsmiðlum hafi langtíma áhrif á pólitískt kerfi. Áhrif samfélagsmiðla eru af allt öðrum toga en hinna klassísku fréttaveitna, þar sem samfélagsmiðlar skapa hverjum notanda ákveðinn ramma sem er skapaður af þeim vinum sem hver notandi er með í sínu neti, samspil þess og algóritma sem samfélagsmiðlar nýta sér geta oft brenglað raunveruleikaskyn. Samfélagsmiðlar geta þannig mótað og ýtt hverjum notenda í ákveðna átt og að ákveðnum fréttum. Með öðrum orðum, upplýsingarnar sem samfélagsmiðlar sýna manni geta orðið einsleitar skoðanir sem sýna ekki allar hliðar mála. samfélagsmiðlar eru ekki óháðirVísir/AFPHlutleysi samfélagsmiðla skeikult Það sem gleymist oft í umræðunni um samfélagsmiðla, er að á bak við þá standa stórfyrirtæki eins og á bak við aðrar stórar fréttamiðlasamsteypur. Nýlega hefur verið bent á það að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, gæti haft áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum með valdi sínu á Facebook. The Daily Dot fjallaði um málið fyrr á árinu og nefndi í því samhengi að Zuckerberg hefði auðvitað vissra hagsmuna að gæta í ýmsum málum sem snúa að rekstri stórfyrirtækis og því ekki endilega hlutlaus. Samfélagsmiðillinn Facebook hefur visst vald yfir miðlinum og þar af leiðandi notendum sínum en Facebook getur blokkað eða eytt út efni að vild og án þess að þurfa að svara fyrir það á nokkurn máta. Þannig eru samfélagsmiðlar ekki eins hlutlausir miðlar og halda mætti í fyrstu. Forsetakosningarnar vestanhafs sem munu fara munu fram 8. nóvember næstkomandi hafa verið í miklum brennidepli síðustu daga og verða samfélagsmiðlar því óhjákvæmilega oft fullir af upplýsingum um nýjustu fréttir af frambjóðendunum tveimur, Hillary Clinton og Donald Trump. Öflin á bakvið báða frambjóðendur hafa verið með puttann á púlsinum í nýjustu tækninni og nýta þau sér óspart samfélagsmiðla til að kynna málefni sín, eða til að koma höggi á andstæðing sinn en hörð orð milli frambjóðandanna hefur einkennt kosningabaráttuna undanfarna daga. Ummæli þeirra á samfélagsmiðlum spila þar stórt hlutverk sem vopn frambjóðandanna gagnvart öðrum og einnig til að ná til víðari hóps. Bæði Clinton og Trump eiga aðgang að helstu samfélagsmiðlunum, svo sem Twitter, Facebook og Instagram, þar sem milljónir manna eru að fylgja þeim.
Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira