Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Abú Dabí í dag. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. Við erum ekki að tala um neitt smámót heldur mót á á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kann greinilega afar vel við sig í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og spilamennska hennar þessa fyrstu tvo daga er löngu orðin söguleg. Ólafía Þórunn spilaði holurnar átján á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún fékk sjö fugla, einn skolla en hún náði fugli á lokaholunni. Mótshaldarar skráðu það fyrst sem örn en það var ekki rétt. Ólafía Þórunn hefur þar með spilað tvo fyrstu hringina óaðfinnanlega og hún hefur nú þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju holunum og fékk hún þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía byrjaði seinni hlutann einnig frábærlega þegar hún fékk fugla á fyrstu tveimur holum hans sem voru hola eitt og tvö. Ólafía Þórunn fékk skolla á holu þrjú en vann það til baka með því að fá fugl á sjöundu holunni. Ólafía Þórunn sýndi mátt sinn á lokaholunni þegar hún fékk sjöunda fugl dagsins. Stórbrotinn endir á stórkostlegum degi. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það var í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti en Ólafía lék það síðan eftir í dag. Gwladys Nocera frá Frakklandi spilaði mjög vel í dag og var um tíma búin að jafna Ólafíu. Hún tapaði hinsvegar höggi á lokaholunni og er því á tíu höggum undir pari. Nocera er í öðru sæti ásamt Georgiu Hall frá Englandi, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi. Þær hafa allar spila fyrstu 36 holurnar á tíu höggum undir pari. Þetta hefur verið sögulegt ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem setti meðal annars nýtt mótsmet þegar hún vann Íslandsmeistaratitilinn með því að spila á ellefu höggum undir pari. Það gæti orðið enn sögulegri takist henni að vinna sér þátttökurétt á LGPA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Fyrst á dagskrá er aftur að klára tvo síðustu hringina í Abú Dabí og þar er hún til alls líkleg eftir stórkostlega spilamennsku tvo fyrstu dagana.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. Við erum ekki að tala um neitt smámót heldur mót á á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kann greinilega afar vel við sig í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og spilamennska hennar þessa fyrstu tvo daga er löngu orðin söguleg. Ólafía Þórunn spilaði holurnar átján á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún fékk sjö fugla, einn skolla en hún náði fugli á lokaholunni. Mótshaldarar skráðu það fyrst sem örn en það var ekki rétt. Ólafía Þórunn hefur þar með spilað tvo fyrstu hringina óaðfinnanlega og hún hefur nú þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju holunum og fékk hún þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía byrjaði seinni hlutann einnig frábærlega þegar hún fékk fugla á fyrstu tveimur holum hans sem voru hola eitt og tvö. Ólafía Þórunn fékk skolla á holu þrjú en vann það til baka með því að fá fugl á sjöundu holunni. Ólafía Þórunn sýndi mátt sinn á lokaholunni þegar hún fékk sjöunda fugl dagsins. Stórbrotinn endir á stórkostlegum degi. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það var í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti en Ólafía lék það síðan eftir í dag. Gwladys Nocera frá Frakklandi spilaði mjög vel í dag og var um tíma búin að jafna Ólafíu. Hún tapaði hinsvegar höggi á lokaholunni og er því á tíu höggum undir pari. Nocera er í öðru sæti ásamt Georgiu Hall frá Englandi, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi. Þær hafa allar spila fyrstu 36 holurnar á tíu höggum undir pari. Þetta hefur verið sögulegt ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem setti meðal annars nýtt mótsmet þegar hún vann Íslandsmeistaratitilinn með því að spila á ellefu höggum undir pari. Það gæti orðið enn sögulegri takist henni að vinna sér þátttökurétt á LGPA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Fyrst á dagskrá er aftur að klára tvo síðustu hringina í Abú Dabí og þar er hún til alls líkleg eftir stórkostlega spilamennsku tvo fyrstu dagana.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58
Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10
Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27