Körfubolti

Westbrook með skotsýningu gegn Clippers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oladipo og Westbrook fagna í nótt.
Oladipo og Westbrook fagna í nótt. vísir/getty
Aðeins meistarar Cleveland Cavaliers og Oklahoma City Thunder eru ósigruð í NBA-deildinni.

Oklahoma vann í nótt sinn fjórða leik í röð og um leið sá liðið til þess að Clippers tapaði sínum fyrsta leik.

Russell Westbrook fór eina ferðina enn á kostum í liði Oklahoma en hann skoraði 35 stig í leiknum í nótt. Hann tók einnig sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Westbrook var heldur ekkert að spara skotin enda tók hann ein 30 tveggja stiga skot í leiknum. Hann setti niður 14 af þessum 30 skotum. Öll sjö þriggja stiga skot hans í leiknum geiguðu. Victor Oladipo kom næstur með 9 stig.

DeMar DeRozan var frábær í liði Toronto og skoraði 40 stig er liðið skellti Washington. Toronto búið að vinna þrjá leiki og tapa einum.

James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston sem færði NY Knicks sinn þriðja tapleik í ár en Knicks hefur aðeins unnið einn leik.

LA Lakers vann sinn annan leik í fimm tilraunum er það spilaði gegn Atlanta í nótt.

Úrslit:

Washington-Toronto  103-113

Charlotte-Philadelphia  109-93

Brooklyn-Detroit  109-101

NY Knicks-Houston  99-118

Atlanta-LA Lakers  116-123

Memphis-New Orleans  89-83

Boston-Chicago  107-100

Utah-Dallas  97-81

Phoenix-Portland  118-115

LA Clippers-Oklahoma  83-85

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×