Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Garðar Örn Úlfarsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 3. nóvember 2016 07:00 Fáir vissu af væntanlegri hækkun kjararáðs á launum þingmanna þegar oddvitar flokkanna mættust á Stöð 2 fyrir kosningarnar. vísir/ernir Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður á blaðamannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla við inngripi Alþingis. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og aðrir sem gegna viðlíka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Svandís Svavarsdóttir alþingismaður segir liðsmenn VG telja hækkunina alveg fráleita og út úr öllu korti. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur. Mér finnst að við þurfum að meta það að hvaða leyti þeim hefur verið fylgt í þessu tilfelli, og þá finnst mér allir möguleikar vera uppi á borðinu,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi auðvitað ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta launahækkun þurfi eitthvað að gera. Hún hafi gagnrýnt að kjararáð sé pólitískt skipað. Nær væri að þar sætu sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum og launaþróun. „Í gærmorgun skoraði ég á alla þingmenn að hafna þessu og í gærmorgun leitaði ég leiða til þess að hafna þessu. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta. Viðreisnarmenn vilja ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það segir Gylfi Ólafsson, nýbakaður aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins. „Við munum örugglega taka þetta mál upp,“ segir Logi Már Einarsson, nýkjörinn alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Hann telji að finna þurfi betri farveg þannig að slíkar ákvarðanir séu ekki teknar svo sjaldan og inniberi ekki svo stórt stökk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira