Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2016 21:15 Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira