Sjáðu draumamark bakvarðarins og hin geggjuðu mörkin í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Thomas Meunier skoraði frábært mark. vísir/getty Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45