Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira