Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira
Bardagakonan Ronda Rousey, ofurstjarna UFC-bardagasambandsins, snýr aftur í búrið á í lok árs þegar hún mætir Amöndu Nunes í titilbardaga á risa bardagakvöldi í Las Vegas.. Ronda hefur ekki barist í eitt ár eða síðan hún var rotuð af Holly Holm og beltið hirt af henni í Ástralíu 15. nóvember á síðasta ári. Hún ákvað að taka sér frí eftir það og einbeita sér að öðrum hlutum eins og kvikmyndaleik. Ummæli Rondu í viðtali í spjallþætti Ellen DeGeneres í gær hafa vakið mikla athygli en þar talaði hún um að þetta væri einn síðasti bardagi hennar á ferlinum. Svo virðist sem Ellen sé sá fjölmiðlamaður sem fær það besta út úr Rondu en í byrjun árs viðurkenndi hún við Ellen að hafa íhugað sjálfsvíg eftir tapið gegn Holm. „Mér líður vel. Ég er búin að æfa tvisvar á dag síðan í ágúst þannig mér líður eins og ég sé klár í slaginn,“ sagði Ronda við Ellen sem spurði bardagadrottninguna svo hvað hún ætti mikið eftir í sportinu. „Ekki það mikið. Þetta er klárlega einn af mínum síðustu bardögum. Ég fer að hætta þessu. Það er eins gott fyrir alla að horfa því þessi sýning verður ekki í gangi að eilífu,“ sagði Ronda Rousey. Ronda fór langt með að setja allt á hliðina með þessum ummælum því þegar flestir bjuggust við að hún væri að snúa aftur með látum vilja margir sérfræðingar meina að hún sé nú þegar hætt í huganum. Einn þeirra er útvarpsmaðurinn Colin Cowherd sem stýrir bæði vinsælum útvarpsþætti og sjónvarpsþætti á FOX Sports. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þér verður rústað af Amöndu Nunes. Það er ekki hægt að fara af hálfum huga inn í UFC-bardaga. Í alvöru. Þetta er ekki eins og körfubolti eða eitthvað þannig. Ef Ronda Rousey er með að í kollinum að þetta sé einn af hennar síðustu bardögum er hún nú þegar hætt. Hún er komin með annan fótinn út um dyrnar,“ sagði Cowherd í útvarpsþætti sínum, The Heard. Íþróttafréttamaðurinn Jason Whitlock, sem sér um þáttinn Speak for your self ásamt Cowherd, tók undir með félaga sínum og fór jafnvel lengra. Hann sagði að Ronda væri einfaldlega bara að gera UFC greiða fyrir það sem það hefur gert fyrir hana með því að berjast núna. Whitlock sagði að hún væri nú þegar hætt í huganum. Viðtal Rondu við Ellen DeGeneres má sjá hér að ofan en umræðu Cowherd og Whitlock má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira