Borgarstjóri fer formlega fram á að laun borgarfulltrúa hækki ekki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili. Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili.
Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40