Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:13 Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs. vísir/valli Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38
Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40