Sport

Conor: Þið gerið ekki annað en að væla og skæla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er kóngurinn hjá UFC.
Conor er kóngurinn hjá UFC. vísir/getty
Margir af bardagaköppunum í UFC kvarta yfir því að Conor McGregor fái of mikið borgað og sé ekkert nema kjafturinn.

Þessi umræða virðist á stundum fara í taugarnar á Íranum sem leggur mikið á sig og nánast undantekningalaust stendur við stóru orðin.

Conor er að fara að keppa við Eddie Alvarez um léttvigtarbeltið í New York og ef hann vinnur þann bardagi verður hann sá fyrsti í sögu UFC sem er með tvo belti á sama tíma.

„Þegar ég verð búinn að klára Eddie Alvarez hver í fjandanum er þá eftir fyrir mig til að berjast við? Hver af þessum gaurum mætir alltaf í búrið og leggur allt undir?“ sagði Conor ákveðinn.

„Þeir segja að ég sé allur í kjaftinum þegar þeir gera ekki annað en að rífa kjaft á meðan ég er að berjast í hverri viku. Ég þurfti að berjast við mann sem er þrisvar sinnum stærri en ég og er mættur aftur. Þeir gera ekki annað en að væla og skæla. Viljið þið fá eins mikla peninga og ég? Þá verðið þið að leggja jafn mikið á ykkur og ég. Það er enginn að gera. Menn eru bara að rífa kjaft. Ég vann af mér rassgatið til að komast hingað og er enn að því á meðan þið eruð að væla.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×