Körfubolti

Harden með þrennu í sigri Houston | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden hefur verið frábær í vetur.
Harden hefur verið frábær í vetur. vísir/afp
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

James Harden var með þrefalda tvennu þegar Houston Rockets vann öruggan sigur á Portland Trail Blazers á heimavelli, 126-109.

Harden skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og gaf 14 stoðsendingar en þetta var þriðja þrennan hans á tímabilinu. Eric Gordon og Trevor Ariza skoruðu 16 stig hvor fyrir Houston sem er í 6. sæti Vesturdeildarinnar.

C.J. McCollum var atkvæðamestur hjá Portland með 26 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum sínum utan af velli.

Jimmy Butler skoraði 20 stig og tók tólf fráköst þegar Chicago Bulls sótti sigur til Utah. Lokatölur 77-85, Chicago í vil.

Butler hefur verið í miklu stuði að undanförnu en í síðustu fimm leikjum Chicago er hann með 28,6 stig, 8,0 fráköst, 5,8 stoðsendingar og 2,8 stolna bolta að meðaltali. Þá er þriggja stiga nýting hans í þessum fimm leikjum 47,4%.

Þetta var fjórði sigur Chicago í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með átta sigra og fjögur töp. Utan er hins vegar í 9. sæti Vesturdeildarinnar.

Washington Wizards tók upp á því að vinna leik þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 119-112, Washington í vil.

John Wall skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar í liði Washington. Otto Porter Jr. kom næstur með 21 stig og átta fráköst.

Derrick Rose skoraði 27 stig fyrir New York og Carmelo Anthony 19 stig.

Úrslitin í nótt:

Houston 126-109 Portland

Utah 77-85 Chicago

Washington 119-112 New York

Miami 96-73 Milwaukee

Minnesota 110-86 Philadelphia

Harden var með þrennu, sína þriðju á tímabilinu Rudy Gobert refsar körfuhringnum Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×