Tapar Afturelding þriðja leiknum í röð? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 15:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/vilhelm Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira
Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07
Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13
Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24
Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00
Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55